571 6007
BÓKLEGT NÁMSKEIÐ EINKAFLUGMAÐUR PPL(A)
Verð 150.000kr Innifalið eru öll helstu námsgögn sem þarf til að ljúka námi. Sjónflugskort, flugreiknistokkur og plotter
Við erum reglulega með bókleg námskeið til einkaflugmannsréttinda. Námskeiðin okkar eru sett upp þannig að hægt sé að taka próf hjá Samgöngustofu í beinu framhaldi. Netkennsla með kennara og staðarlotur. Að loknu námskeið eru skólapróf og í framhaldi af því þarf að standast próf hjá Samgöngustofu. Við mælum með því að nemendur sinni verklegu námi meðfram námskeiði en ekki þarf að bíða eftir næsta námskeið til að byrja verklegt nám. Jafnvel betra að byrja á kynnisflugi og jafnvel hefja verklegt nám áður en námskeið hefst. Athugið að þetta námskeið er hægt að nýta til eininga í framhaldsskólum landsins. Smelltu á Hafðu samband hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar eða bóka kynnisflug.