571 6007
UM OKKUR
Flugklúbburinn Þotuliðið fór í loftið 2017 á "Þotunni" TF-JET (Cessna 150). TF-AVA (Cessna 152) bættist svo í flotann síðar það ár. TF-TOD (Piper Cherokee PA28-140) keyptum við svo 2018 og hafa þessa vélar þjónað okkur og meðlimum Þotuliðsins vel. 2021 Bættust svo 2 vélar við TF-NES (C172) og TF-AOA (C152). Flugskólinn Flugmennt var stofnaður 2020 og hófum við starfsemi í júlí. Við störfum undir reglugerð um Declared Training Organisation og höfum við númerið IS.DTO.007. Hjá okkur getur þú byrjað flugferil þinn hvort sem þú stefnir á að verða einkaflugmaður eða atvinnuflugmaður. Við kennum til einkaflugmannsréttinda, næturflug og þjálfum flugmenn sem vilja endurnýja réttindi sín á einshreyfils flugvélar. Verðin okkar eru mjög sanngjörn og við teljum okkur reyndar bjóða bestu verðin á markaðnum. Við bjóðum uppá góða aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli og á Selfossflugvelli.