top of page
Untitled

VERKLEGT FLUGNÁM

Einkaflugmaður PPL(A)

Við bjóðum uppá verklegt flugnám til einkaflugmannsréttinda frá Reykjavíkurflugvelli og Selfossflugvelli. Lágmarks fjöldi flugtíma er 45 klst og skiptist svona:

 • 25 klst með flugkennara

 • 10 klst einliðaflug (sóló)

 • 5 klst yfirlandsflug með kennara

 • 5 klst yfirlandsflug í einliðaflugi (sóló)

 • tvö prófflug (progress check) með kennara og svo í lokin þarf að standast próf með prófdómara frá Samgöngustofu

Nætuflugsáritun

Fyrir flugmenn með Einkaflugmannsréttindi sem vilja bæta við sig réttindum til að fljúga sjónflug að næturlagi (í myrkri). Námið skiptis svona:

 • Farið yfir helstu atriði með kennara (theoretical)

 • 5 klst flutímar að næturlagi, þar af að lágmarki 3 klst með kennara og 5 flugtök og lendingar í einliðaflugi (sóló)

Endurnýjun SEP(A)

Eru réttindin þín til að fljúga á einshreyfilsflugvél útrunnin eða er langt síðan þú flaugst síðast og þarftu að endurnýja réttindin þín. Við getum aðstoðað. Smelltu á Hafðu samband hér fyrir neðan og við metum það með þér hvað þarf að gera til að koma réttindunum í lag aftur. Það veltur á því hversu langt er síðan þú flaugst síðast og hversu mikla reynslu þú hefur. Þetta er yfirleitt minna mál en fólk býst við, jafnvel þó þú hafir ekki flogið í áratugi.

Kennsluflugvélar

 • PA28-140 Piper Cherokee

 • C172 Cessna 172

 • C152 Cessna 152​

 • C150 Cessna 150

bottom of page